Persistent, unique identifiers for authors – ORCID and smaller publishers

Authors

  • Gudmundur A Thorisson Faculty of Life and Environmental Sciences, University of Iceland and ORCID

Abstract

Þann 15. október síðastliðinn hleyptu ORCID samtökin (http://orcid.org) af stokkunum nýrri auðkennisþjónustu fyrir fræðihöfunda sem margir hafa beðið eftir í ofvæni í nokkurn tíma. Nýja þjónustan gerir fræðimönnum kleift að fá einkvæna, fasta “höfundarkennitölu” og að búa til og halda við miðlægri skrá yfir birt verk, rannsóknarstyrki og aðra fræðivirkni sína. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 30 þúsund notendur skráð sig í kerfið á fyrstu tveimur mánuðunum. Nokkur upplýsingakerfi rekin af öðrum aðilum í fræðiútgáfu eru þegar tengd við ORCID þjónustu og mörg munu bætast í þeirra hóp á komandi ári.

Í þessari grein lýsi ég stuttlega forsögu þessa mikilvæga átaks og þeim vandamálum tengdum auðkenningu á fræðihöfundum sem ORCID var stofnað til höfuðs, og enda á hugleiðingum um hvað þetta þýðir allt saman fyrir smærri, sjálfstæða fræðiútgáfustarfsemi líkt og hjá ScieCom.

--

On October 15th the ORCID initiative (http://orcid.org) launched its long-awaited central registry service for scholarly authors and contributors. The new service enables researchers to obtain a unique, persistent personal identifier and to maintain a centralized record of their published works, grants and other scholarly activities. At the time of writing, over 30,000 users have signed on with the service in the first two months and several 3rd party online services are already linked to it, with many more to come in the next year.

In this article I briefly outline the background to this important initiative and the identification problems it was created to solve, and conclude with remarks on what all this means for small, independent journal operations like ScieCom.


Downloads

Published

2012-12-18

Issue

Section

Articles