Scholarly publishing at Landspitalinn the National University Hospital of Iceland
Abstract
Vísindastarf hefur aukist um 900% á Íslandi á tímabilinu 1994 – 2008. Rannsóknir og vísindi á heilbrigðissviði er um 58% af vísindum á Íslandi og er Landspítalinn þar framarlega. Mælingar sýna að í samanburði við aðrar þjóðir er Ísland í efstu sætunum hvað snertir fjölda tilvísana í birtar ritrýndar greinar í heilbrigðistímaritum. Aukning á birtingu erlendra ritrýndra greina frá Landspítalanum hefur verið 52% á tímabilinu 2001-2009. Fjöldi vísindamanna sem birtu ritrýndar erlendar greinar árið 2009 frá Landspítalanum var um 190 vísindamenn. Helstu erlendu samstarfsaðilar Landspítalans í greinaskrifum eru Svíþjóð, Bandaríkin og Bretland. Á fjögurra ára tímabili 2007 – 2010 voru 70% samstarfsaðilar vísindamanna frá Landspítalanum erlendir.Starfsumhverfi vísindamanna er mikilvægt og skiptir miklu að hafa greiðan aðgang að upplýsingum. Á síðustu þremur árum hefur niðurskurður verið mikill á Heilbrigðisvísindabókasafni LSH. Vísindatímarit eru mikilvægasti hluti safnkostsins en á þessu tímabili hefur hann verið skorinn niður um 25%. Þessi niðurskurður ásamt fækkun starfsfólks á LSH og sú hætta að ungir læknar sem hafa lokið námi erlendis skili sér ekki til starfa á Landspítalanum gæti haft áhrif á vísindavirknina hjá LSH á komandi árum.
Downloads
Issue
Section
Articles