The University of Iceland‘s digital repository, Skemman - open access or closed?

Authors

  • Áslaug Agnarsdóttir

Abstract

Skemman, stafrænt gagnasafn Háskóla Íslands - opinn aðgangur eða lokaður? 

Skemman (http://www.skemman.is) er stafrænt gagnasafn íslenskra háskóla. Í henni eru varðveittar lokaritgerðir nemenda, rannsóknarrit kennara, rafræn tímarit, skýrslur o.fl.  efni frá háskólunum. Skemman er hýst í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Þar til nýlega höfðu akademískir starfsmenn Háskóla Íslands skilað litlu efni inn. Sl. sumar tókust  samningar við Félagsvísindastofnun H.Í. um útgáfu ráðstefnurits Þjóðarspegilsins 2010 í Skemmunni.  Eru nú allar greinar ráðstefnuritsins aðgengilegar í opnum aðgangi í Skemmunni, 173 greinar alls eftir 210 höfunda, þar af þó nokkrar á ensku. Við það fjórfaldaðist notkun vefsins á stuttum tíma.

 Söfnun lokaritgerða hófst við fjögur svið H.Í. í október 2008 en Menntavísindasvið hafði safnað ritgerðum sem Kennaraháskóli Íslands frá árinu 2006. Háskóli Íslands hefur ekki sett neinar reglur um aðgang að ritgerðum nemenda. Nemendur hafa val um opinn eða lokaðan aðgang að eigin ritgerð og geta valið um tímabundna eða ótímabundna lokun. Skil voru dræm í fyrstu en í júní 2010 voru þau komin upp í 91% og þar af voru 71% ritgerða í opnum aðgangi.

 Talsverður munur er á skilum og aðgangi eftir sviðum og innan deilda hvers sviðs. Ástæður fyrir lokuðum aðgangi eru sagðar vera trúnaðarupplýsingar, væntanleg útgáfa eða einfaldlega að höfundar vilji ekki að aðrir lesi ritgerð þeirra. Skemman hefur almennt vakið mikla ánægju en sumir kennarar hafa lýst sig mótfallna henni á þeim forsendum að þeir eigi höfundarétt að ritgerðum nemenda sinna eða vegna þess að þeir telja að birting ritgerðar komi í veg fyrir birtingu greinar um sama efni í ritrýndu tímariti.

Á næsta ári verða hátíðahöld í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands. Tillaga hefur verið borin upp um að Háskólinn marki sér stefnu um opinn aðgang í tilefni afmælisins og hefur stjórnsýsla H.Í. tekið vel í það. 

Downloads

Issue

Section

Articles