Open Access in Iceland, State-of-the-art report

Authors

  • Solveig Thorsteinsdottir Medical and Health Information Centre, Landspitali University Hospital, Iceland

Abstract

Opið aðgengi (OA) er svar vísindasamfélagsins við mjög háu verði á útgefnum vísindagreinum. Bókasöfnin eru greiðendur að þessu efni í flestum tilfellum og þess vegna hafa þau beitt sér fyrir OA. Íslenska ríkisstjórnin hefur þrívegis með stefnum sínum um upplýsingamál kveðið á um að OA eigi að vera að því efni sem birtist og hefur verið kostað af opinberu fé. Ríkið hefur ekki enn gengið svo langt að skilyrða vísindamenn til að birta vísindagreinar kostaðar af opinberu fé í OA. Ísland hefur skrifað undir sameiginlega viljayfirlýsingu með OECD þjóðunum varðandi OA. Hinsvegar hefur hvorki ríkið, háskólar né vísindafélög skrifað undir Budapest eða Berlinar viljayfirlýsinguna um OA eins og flestar þjóðir hins vestræna heims hafa gert. Háskólar og rannsóknabókasöfn víða um heim hafa opnað varðveislusöfn sem hýsa og veita OA að vísindaskrifum vísindamanna viðkomandi stofnunar. Tilgangurinn er meðal annars að gefa vísindamönnum tækifæri til þess að birta vísindagreinar í völdum tímaritum sem geta verið í lokuðum aðgangi og jafnframt í varðveislusöfnum sinnar stofnunar sem veitir OA að vísindaskrifum. Á Íslandi eru tvö varveislusöfn. Skemman sem hýsir og veitir aðgang að doktors- og mastersritgerðum nemenda Háskola Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands. Hins vegar er Hirslan á vegum bókasafns Landspítalans sem veitir aðgang að vísindagreinum starfsmanna Landspítalans.

Downloads

Issue

Section

Articles