The University of Iceland joins Skemman

Authors

  • Áslaug Agnarsdóttir Head Office, Lund University Libraries, Lund, Sweden

Abstract

Skemman (http://www.skemman.is) er rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Það var upphaflega stofnað af Bókasafni Háskólans á Akureyri 2002 en er nú hýst hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Í safninu eru geymd lokaverkefni nemenda og vonir standa til að rannsóknarit starfsmanna verði einnig hýst þar í framtíðinni.   Á fundi háskólaráðs Háskóla Íslands í febrúar 2008 var tillaga frá samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Landsbókasafns  um rafræn skil og varðveislu lokaritgerða nemenda samþykkt einróma. Landsbókasafn ákvað síðan að safna ritgerðum frá og með haustinu 2008. Nú hafa 1759 nemendur HÍ vistað ritgerðir sínar í Skemmunni.   Nemendur hafa val um opið eða lokað aðgengi í Skemmunni og flestir velja opið aðgengi. Þó hafa það verið talsverð vonbrigði að nokkuð margir kjósa lokað aðgengi.

Downloads

Issue

Section

Articles