The University of Iceland open access policy: The work involved and the attitude of the academic staff

Authors

  • Áslaug Agnarsdóttir

Abstract

Aðeins tveir háskólar á Íslandi hafa samþykkt stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum sinna starfsmanna. Háskólinn á Bifröst birti stefnu um opinn aðgang, fyrstur íslenskra háskóla og í nóvember 2011 setti svo Háskóli Íslands saman starfshóp með fulltrúa frá hverju fræðasviði sem átti að skila drögum að stefnu um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum og lokaverkefnum fyrir háskólann fyrir 1. apríl 2012. Drögum að stefnu var skilað til Vísindasviðs í lok mars það ár. Drögunum fylgdu tillögur og ábendingar frá starfshópnum um nokkur atriði sem þyrfti að huga að svo sem óhjákvæmilegur kostnaður, flókin höfundarréttarmál og samningagerð við útgefendur. Drögin voru send nokkrum aðilum til umsagnar og reyndust helstu áhyggjuefni umsagnaraðila vera: skerðing á rannsóknarfrelsi, léleg fagleg ritrýni sem væri ógnun við gæði rannsóknarniðurstaða, áhrif á íslenska útgáfu, útgáfa bóka og opinn aðgangur og kostun opins aðgangs. Tæpum tveimur árum eftir að starfshópurinn skilaði drögunum af sér var endanleg stefna samþykkt af háskólaráði, nánar tiltekið 6. febrúar 2014.

Downloads

Published

2014-11-17

Issue

Section

Articles