Open Access to research articles published in Iceland in 2013
Abstract
Í þessari grein var kannaður Grænn, Gullinn og Kostaður opinn aðgangur að 969 greinum sem íslenskir vísindamenn hafa birt í erlendum vísinda tímaritum samkvæmt leit í Web of Science gagnagrunninum og Directory of Open Access Journals (DOAJ). Sjá aðeins neðar hafa samræmi Einnig var leitað í Google Scholar varðandi Grænan opinn aðgang. Í heild var opinn aðgangur að 305 erlendum vísindagreinum fyrir Ísland árið 2013 eða um 30%. Opinn aðgangur að vísindagreinum íslenskra vísindamanna er minni en meðaltalið hjá öðrum þjóðum. Erlendis var þessi aðgangur um 36%. Af þessum opnu greinum voru 118 greinar eða 12,2% í Gullnum og Kostuðum opnum aðgangi og 187 greinar eða 19,3% í Grænum opnum aðgangi. Einnig var kannaður opinn aðgangur að vísindagreinum frá Landspítala árið 2013 og reyndist opinn aðgangur vera 40% af 264 birtum greinum í erlendum tímaritum árið 2013. Þar af voru 55 greinar eða 20,8% í Gullnum og Kostuðum opnum aðgangi og 51 grein eða 19,3% í Grænum opnum aðgangi. Greinarnar voru skoðaðar sérstakleg og kannað útgáfuumhverfið í Directory of Open Access Journals (DOAJ) hvað varðar leyfi sem útgefendur veita varðandi opinn aðgang. Einnig var áhrifastuðull tímarita skoðaður fyrir vísindagreinar frá Landspítalanum sem birtar voru samkvæmt Gullnu og Kostuðu leiðinni. Annars vegar tímarit sem leyfðu gullinn opinn aðgang og hins vegar tímarit sem buðu upp á kostaðan aðgang. Kostuðu tímaritin voru með hærri áhrifastuðul. Einnig var kannað hversu vel höfundar frá Landspítala nýttu þá möguleika sem voru í boði til að birta í opnum aðgangi. Höfundar frá Landspítala gætu birt u.þ.b. 84% greinanna í stað 40% í opnum aðgangi ef þeir nýttu alla kosti sem eru í boði varðandi Grænan, Gullinn eða Kostaðan opinn aðgang.